Njörður – Markmið Lions
Lionsklúbburinn Njörður
MARKMIÐ LIONSKLÚBBA

- Að skipuleggja, stofna og hafa eftirlit með starfi þjónustuklúbba sem nefndir eru Lionklúbbar.
- Að samhæfa verkefni Lionklúbba og samræma stjórnarhætti þeirra.
- Að vekja og efla anda skilnings meðal þjóða heims.
- Að efla meginreglur heilbrigðs stjórnarfars og borgaralegra dyggða.
- Að sýna virkan áhuga á velferð samfélagsins í félagsmálum, menningu og almennu siðgæði.
- Að tengja klúbbana böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings.
- Að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um málefni sem varða almannaheill, en undanskilja þó umræðu um stjórnmál og trúarbrögð.
- Að hvetja þjónustuviljugt fólk til að leggja lið í sínu samfélagi, án persónulegs, fjárhagslegs ávinnings og hvetja til dugnaðar og eflingar siðgæðis í viðskiptum, iðnaði, atvinnulífi, opeinberri þjónustu og einkarekstri.
SIÐAREGLURNAR
- Að líta á starf þitt sem köllun. Leystu það svo af hendi að ég ávinn mér traust.
- Að leitast við að ná góðum árangri í starfi mínu og áskilja mér hæfilega umbun erfiðis míns, en reyna ekki að hagnast með óréttmætum hætti.
- Að muna að láta ávinning minn ekki verða á annarra kostnað, að vera trúr meðbræðrum mínum og heiðalegur gagnvart sjálfum mér.
- Leiki vafi á lagalegu eða siðferðilegu réttmæti gerða minna, að breyta þá við náungan eins og ég vil að hann breyti við mig.
- Að gera vináttu að markmiði, ekki leið að marki. Sönn vinátta krefst einskis í eigin þágu og má aldrei vera háð gagnkvæmum greiða.
- Að hafa ætið í huga skyldur mínar sem þjóðfélagsþegn og vera hollur þegn þjóðar og byggðarlags bæði í orði og verki.
- Að hjálpa meðbræðrum mínum í vanda. Þeir sem um sárt eiga að binda þurfa hluttekningu, bágstaddir og minnimáttar stuðning.
- Að vera gætinn í gagnrýni og örlátur á hrós. Að byggðu upp, en rífa ekki niður.
HAFIÐ FÉLAGATALIÐ ÁVALLT MEÐFERÐIS