Lionshreyfingin er stærsta hreyfing alþjóða þjónustusamtaka í heiminum. Alþjóðasamband Lionsklúbba var formlega stofnað hinn 7.júní 1917 í Chicago í Bandaríkjunum. Innan þess starfa meira en 42.000 klúbbar í yfir 180 þjóðlöndum og með tæplega 1,5 milljón félögum. Aðalhvatamaður og stofnandi Lionshreyfingarinnar var Bandaríkjamaðurinn Melvin Jones og það sem fyrir honum vakti var að stofna fjöldahreyfingu sem hefði mannúðarverk að markmiði, legði sjúkum lið og öllum þeim sem bágt ættu, gömlum sem ungum, öllum þeim, sem ekki gætu annast um sig sjálfir og eftir honum er haft: “Mér var farið að skiljast að mönnum verður lítið ágengt, nema þeir taki upp á því að gera eitthvað fyrir aðra.”
Lionsklúbbar eru óviðjafnanlegur starfsvettvangur fyrir sérhvern áhugasaman og framfararsinnaðan einstakling, því innan vébanda þeirra geta allir, ef nægur starfsvilji og áhugi er fyrir hendi, fundið áhugamál við sitt hæfi til að helga krafta sína í nútíð og framtíð. Alþjóðasamband Lionsklúbba er óháð stjórnmálaflokkum og trúmálafélögum.
Til Evrópu barst hreyfingin árið 1948 þegar fyrsti klúbburinn var stofnaður í Svíþjóð, Lkl. Stokkhólms. Til Íslands barst hreyfingin árið 1951, en þá var fyrsti klúbburinn stofnaður, Lionsklúbbur Reykjavíkur, hinn 14. ágúst.
Ísland er níunda Lionslandið í Evrópu. Í þessu níunda landi er sjálfstætt fjölumdæmi sem nefnist fjölumdæmi 109, sem síðan skiptist í umdæmi 109-A og 109-B. Í hvoru umdæmi eru síðan 16 svæði. Í dag eru um það bil 2.500 Lionsfélagar á Íslandi.
Í umdæmi 109A eru 44 Lionsklúbbar, 1 Lionessuklúbbur.
Í umdæmi 109B eru 44 Lionsklúbbar.
Skrifstofa alþjóðasamtaka Lionsklúbba er í Oak Brook, Illinois, USA.
Hægt er að hafa samband við skrifstofuna á eftirfarandi hátt: